Nýtt útlánamet hjá lífeyrissjóðunum

Lífeyrissjóðir veittu tæpa 14 milljarða í sjóðfélagalán í október. Umsvif sjóðanna á íbúðalánamarkaði hafa aldrei verið jafn mikil í einum mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Seðlabanki Íslands hefur tekið saman.

Fyrra útlánamet var sett í júní 2017 þegar sjóðirnir lánuðu ríflega 11 milljarða króna. Aukningin í októbermánuði, miðað við september, nemur 65% en þá lánuðu sjóðirnir tæpa 8,5 milljarða króna. Sé október borinn saman við sama mánuð í fyrra nemur útlánaaukningin 73,4%.

Nokkra athygli vekur hve mikið útlánin jukust í október í ljósi þess að nokkuð hefur hægt á umsvifum sjóðanna á þessu ári. Sé litið til fyrstu 9 mánaða ársins nema ný útlán sjóðanna 65,9 milljörðum króna en yfir sama tímabil í fyrra voru þau 12 milljörðum meiri. Því skera októbertölurnar sig úr þegar þróunin milli ára er skoðuð heildstætt. Að baki lánveitingunum í október standa 1.144 lánasamningar en aldrei fyrr hafa þeir verið fleiri en 1.000 í einum mánuði hjá lífeyrissjóðunum. Í október nam meðalfjárhæð lánasamninga 12,2 milljónum króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert