Jón B. Stefánsson ráðinn í starf verkefnastjóra

Jón B. Stefánsson.
Jón B. Stefánsson. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Jón B. Stefánsson hefur verið ráðinn tímabundið í starf verkefnastjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Á undanförnum misserum hefur ráðuneytið unnið að gerð verkefnaáætlunar sem hefur það að markmiði að fjölga iðnmenntuðum á vinnumarkaði í samstarfi við lykilaðila í iðnaði, að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

„Hlutverk Jóns B. er að ljúka þeirri vinnu og stýra framkvæmd einstakra verkefna sem lokið skal fyrir 1. júní 2020. Jón B. mun meðal annars leiða vinnu sem snýr að eflingu, skipulagi, þróun og uppbyggingu starfsnáms á framhaldsskólastigi og samfellu þess við önnur skólastig. Jón B. hefur undanfarið starfað sem verkefnastjóri nýbyggingar Tækniskólans, en áður var hann skólameistari hans, og þar áður Vélskóla Íslands og Stýrimannaskólans í Reykjavík. Jón B. er kennari og íþróttakennari að mennt og hefur starfað við kennslu og ýmis stjórnunarstörf, m.a. hjá Selfossbæ, Eimskipum heima og erlendis, Heklu og Sjóklæðagerðinni,“ segir ennfremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert