Tilkynnt um rán í Kópavogi

mbl.is/Eggert

Tilkynnt var um rán í Kópavogi um fimmleytið í dag. Þolandi þurfti að þola barsmíðar og hlaut einhverja áverka eftir atganginn. 

Frumrannsókn er komin af stað hjá lögreglu en hún veit ekki  um gerendur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Kona var handtekin á veitingastað í miðborginni um sexleytið eftir að hafa neitað að greiða fyrir veitta þjónustu. Hún lét jafnframt öllum illum látum á veitingastaðnum sem lauk með því að hún var vistuð í fangageymslu.

Tilkynnt var umferðarslys á Stekkjarbakka við Reykjanesbraut um sjöleytið í kvöld en draga þurfti eina bifreið af vettvangi. Hún var mikið skemmd eftir að hafa hafnað á ljósastaur. Engin meiðsli urðu á fólki.

Laust fyrir klukkan 20 var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Ekki ljóst að fullu hverju var stolið en málið er í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert