Ekkert annað að gera en fara aftur undir sæng

Mikið hefur snjóað á Siglufirði í dag og í gær. …
Mikið hefur snjóað á Siglufirði í dag og í gær. Unnið var að því að moka götur bæjarins í dag. Ljósmynd/Mikael Sigurðsson.

Farið er að kólna í húsum á Siglufirði en rafmagnslaust hefur verið í bænum síðan í morgun eftir óveðrið sem gekk yfir landið. Heitavatnsdælur liggja niðri og því hálfkuldalegt í mörgum húsum í bænum.

„Þetta er ennþá úti,“ segir Sigurður Ægisson, fréttaritari mbl.is á Siglufirði. Varðskipið Þór er nú statt undir Grænuhlíð og er á leið til Siglufjarðar með rafstöð en von er skipinu á staðinn í kvöld.

„Það er kalt inni í stofu og ofnarnir eru kaldir,“ segir Sigurður sem var nývaknaður eftir kríu þegar hann ræddi við blaðamann:

„Það var ekkert annað að gera í morgun en að fara aftur undir sæng og loka augunum. Menn bíða bara eftir rafmagninu aftur og hitanum.“

Hann fann ekki fyrir kulda í morgun þó að ofnarnir hefðu ekki verið „eins og þeir eiga að sér að vera“ og þá hafi heldur ekki verið hægt að fá heitt vatn.

Sigurður segir að Siglfirðingar hafi ekki orðið jafn mikið varir við veðrið og íbúar á mörgum öðrum stöðum. „Þetta voru nú samt sterkar vindhviður en virðist hafa hitt aðra verr.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert