Gróf sig út og fór svo bara undir teppi

Það var þéttur skafl fyrir framan dyrnar hjá Jóni Stefáni …
Það var þéttur skafl fyrir framan dyrnar hjá Jóni Stefáni í morgun og segir hann það eiga við um fleiri bæjarbúa á Akureyri. Ljósmynd/Aðsend

Jón Stefán Jónsson íbúi á Akureyri þurfti að grafa sig út úr húsi í morgun, en „massífur skafl“ hafði hlaðist upp fyrir framan dyrnar hjá honum eins og hjá mörgum öðrum á Akureyri og víðar.

„Það er blautt í snjónum, maður gæti auðveldlega byggt sér snjóhús úr þessu, þetta er svona nokkuð massíft,“ segir Jón Stefán og bætir við að alla vega eitt tré í garðinum hjá honum hafi gefið sig undan þyngslunum.

En hvernig gengur bæjarlífið fyrir sig? Ertu í vinnu í dag?

„Nei, nei, það er engin vinna. Ég vinn hjá íþróttafélaginu Þór sem íþróttafulltrúi og það er bara allt lokað og það falla niður allar æfingar held ég í öllum íþróttum í dag. Löggan orðaði það þannig að það væri bara jeppafæri á aðalgötunum og allt ófært í íbúðagötum. Það eru bara allir undir teppi, eins og það á að vera.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert