Nýr moli í Mackintosh-dósunum fyrir jólin

Macintoshmolinn nýi.
Macintoshmolinn nýi.

Ellefu dagar eru nú til jóla og hátíðarandinn er kominn yfir marga. Ómissandi liður í jólahaldinu á mörgum heimilum er Mackintosh-sælgætið sem fylgt hefur þjóðinni um áratugaskeið.

Nú ber svo við að breytingar hafa verið gerðar á innihaldi Mackintosh-dollunnar. Brúni karamellumolinn sem notið hefur talsverðra vinsælda er ekki lengur á boðstólum en í hans stað er kominn skærgulur moli. Undir gulu umbúðunum leynist súkkulaðihjúpuð saltkaramella.

„Við höfum ekki fengið nein viðbrögð enn. Þetta kom bara svona úr framleiðslunni fyrir jólin. Ég stjórna þessu ekki,“ segir Ásgeir Magnússon, vörumerkjastjóri hjá Danól sem flytur sælgætið inn.

Ólíklegt má telja að þessar breytingar hafi mikil áhrif á neyslu Mackintosh fyrir jólin, jafnvel þótt flestir eigi sér uppáhaldsmola og margir muni sakna þess brúna. Að sögn Ásgeirs graðga Íslendingar um hundrað tonn af Mackintosh í sig um hver jól. hdm@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert