Vara við kaupum á klippikortum frá Löðri

Lögreglan varar fólk við að kaupa klippikortin af öðrum en …
Lögreglan varar fólk við að kaupa klippikortin af öðrum en starfsfólki Löðurs.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við því að fólk kaupi klippikort frá bílaþvottastöðinni Löðri við Fiskislóð í Reykjavík af öðrum en fyrirtækinu sjálfu. Í færslu á Facebook segir lögreglan að í aðdraganda jóla hafi verið brotist inn í bílaþvottastöðina og hafi verðmætaskáp verið stolið sem meðal annars innihélt nokkurn fjölda 12 skipta klippikorta.

Bendir lögreglan á að klippikortin hafi verið númeruð og að Löður hafi yfirsýn yfir seld og óseld kort. Hafi kortin sem stolið var þegar verið gerð óvirk. „Ef fólk vill ekki kaupa köttinn í sekknum er fólki bent á að versla aðeins slíkt kort beint af starfsfólki Löðurs. Öll kort á válistanum hafa verið gerð ógild,“ segir lögreglan.

Þá óskar lögreglan eftir upplýsingum um innbrotið eða ef einhverjum hefur verið boðin þvottakortin til kaups.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert