Framtíð í ferðamennsku

Knútur Óskarsson hefur skipulagt ferðir til Nepals og veitir nú …
Knútur Óskarsson hefur skipulagt ferðir til Nepals og veitir nú áritanir til landsins í Suður-Asíu.

Frá og með 1. janúar 2020 geta ferðamenn á leið til Nepals fengið áritanir í vegabréf á ræðisskrifstofu Nepals á Íslandi, en til þessa hafa Íslendingar þurft að sækja um áritanir til landsins hjá sendiráði Nepals í Kaupmannahöfn.

Knútur Óskarsson er nýskipaður kjörræðismaður fyrir Nepal á Íslandi. Hann var lengi í ferðamannabransanum, „fæddist inn í hann“, eins og hann orðar það og vísar til þess að faðir hans hafi rekið sumarhótel á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann hóf störf í ferðamálum að loknu háskólaprófi í viðskiptafræði 1977 og kynntist þá Nepal.

„Góður vinur minn, David Oswin, var með ferðaskrifstofu í Bretlandi og fór alltaf með hópum á staði, sem hann seldi ferðir á. Hann sagði eitt sinn við mig að það væru aðeins tveir staðir sem væru þess virði að heimsækja endurtekið, Nepal og Ísland.“ Knútur segist hafa farið með þessum vini sínum nokkrum sinnum í sendiráð Nepals í Lundúnum, kynnst starfsfólki þar og eitt hafi leitt af öðru.

Sjá samtal við Knút í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert