Glænýr hjólastígur meðfram Eiðsgranda

Yfirlitsmynd af hjólreiðastígnum.
Yfirlitsmynd af hjólreiðastígnum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Gerð hjólastígs meðfram Eiðsgranda frá bæjarmörkum Seltjarnarnesbæjar að þverstíg til móts við Boðagranda er svo gott sem lokið. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar segist þegar farinn að nota stíginn. 

Gerð stígsins hófst í haust og áætluð verklok voru 15. desember. Samkvæmt Bjarna Brynjólfssyni er stígurinn nær alveg tilbúinn, en nýlega var lokið við þann framkvæmdarhluta sem fram átti að fara á árinu sem er að líða. 

Jarðvegsskipt var undir stígum, jöfnunarlag lagt og malbikað. Þá verða einnig reistir ljósastólpar, yfirborð merkt og skilti sett upp auk þess sem land sem raskast hefur verður ræktað upp. 

Eftir sendur að tengja ljós og fleira því um líkt sem verður klárað þegar veður leyfir að sögn Bjarna, en 20 ljósastaurar eiga að vera við stíginn. Fólk á þó vel að geta nýtt sér stíginn. 

„Ég er þegar byrjaður að nota hann. Það á reyndar eftir að laga smá tengingu frá okkar stíg yfir á stíginn á Seltjarnarnesi. Mér sýnist það reyndar vera Seltjarnarnes megin en ég veit að það er byrjað að undirbúa það hluta,“ segir Bjarni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert