Stormur og talsverður éljagangur

Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum.
Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Gul veðurviðvörun verður í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og miðhálendi frá því í fyrramálið og fram á aðfaranótt þriðjudags. Spár gera ráð fyrir hvassviðri eða stormi og talsverðum éljagangi með skafrenningi í áðurnefndum landshlutum.

Þessu tengt er gert ráð fyrir lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkumá  fjallvegum.

Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám en hiti á landinu verður í kringum frostmarkið á morgun.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert