Allir komnir úr lífshættu eftir slysið

Kort/mbl.is

Allir sjö farþegar tveggja bifreiða sem skullu saman á Skeiðarársandi á föstudaginn eru komnir úr lífshættu. Fjórir voru alvarlega slasaðir eftir slysið, þar af þrjú börn á aldrinum 5 til 10 ára.

Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að allir séu nú útskrifaðir af gjörgæslu og eru börnin þrjú komin á barnadeild. Hefur faðir þeirra verið útskrifaður, en móðir þeirra liggur inni á bæklunardeild.

Sjö voru fluttir á Landspítalann eftir slysið, en hinir slösuðu eru frá Suður-Kóreu og Frakklandi. Samtals voru níu farþegar í bílunum báðum. Slysið átti sér stað við Háöldukvísl á Skeiðarársandi, en það er miðja vegu á milli Núpsstaðar og Skaftafells. Var fólkið annars vegar í jeppa og hins vegar í jepplingi.

Sjö erlendir ferðamenn slösuðust í bílslysi á Skeiðarársandi á föstudag, …
Sjö erlendir ferðamenn slösuðust í bílslysi á Skeiðarársandi á föstudag, þar af þrír alvarlega. Ljósmynd/Sigurður Gunnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert