Ökumaðurinn var á stolinni bifreið

Lögregla og sjúkralið á vettvangi.
Lögregla og sjúkralið á vettvangi. Ljósmynd/Aðsend

Ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. 

Árekst­ur­ varð á veginum þegar öðrum bíl­anna sem í árekstr­in­um lentu var veitt eft­ir­för lög­reglu. 

Ökumaðurinn var jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur og leiddu sýnatökur í ljós að sú var raunin. Þá ók hann sviptur ökuréttindum og gerðist einnig sekur um hraðakstur.

Hann sætir nú síbrotagæslu, að því er segir í tilkynningunni. 

Lögreglumennirnir sem veittu eftirförina höfðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð.

Þrír voru í bílunum tveimur og voru þeir allir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi. Beita þurfti klippum til að ná fólki út.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert