Tilboðið verra en lífskjarasamningurinn

„Fyrsta tilboð borgarinnar og það eina sem þau hafa lagt fram í upphafi viðræðna var verra en hinn svokallaði lífskjarasamningur,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar um stöðu kjaraviðræðna við við borgina. Vinnustöðvun sé því mjög líkleg. Hún kallar eftir því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri komi sjálfur að borðinu.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, mæt­ir í leik­skól­ann Nóa­borg.
Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, mæt­ir í leik­skól­ann Nóa­borg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Atkvæðagreiðsla hjá félagsmönnum Eflingar um vinnustöðvun starfsmanna Reykjavíkurborgar hófst í dag. Eflingarbíllinn, sem er merktur með slagorðinu „Borgin er í okkar höndum“, byrjaði að safna utankjörfundaratkvæðum félagsmanna upp úr hádegi. Fyrsta stopp var leikskólinn Nóaborg þar sem Sólveig Anna starfaði sjálf um tíu ára skeið.

Sólveig Anna segir samstarfskonur sínar fyrrverandi hafa lág laun sem erfitt sé að lifa á í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir háan starfsaldur, jafnvel upp á tuttugu ár, fái þær einungis um 280 þúsund krónur útborgaðar um hver mánaðamót. 

Skilaboðin á Eflingarbílnum eru skýr.
Skilaboðin á Eflingarbílnum eru skýr. Ljósmynd/Hallur Már

Í myndskeiðinu er rætt við Sólvegu Önnu og þær Elzbietu Kolacz og Niuvis Sago Suceta. Elzbieta hefur starfað á leikskólanum í 12 ár á meðan 17 ár eru liðin frá því að Niuvis hóf störf á Nóaborg. Þær segja erfitt að lifa á launum sínum og að þær þurfi jafnvel að leita aðstoðar þegar eitthvað kemur upp á. Þær séu því tilbúnar til að taka þátt í vinnustöðvun.

Komi til vinnustöðvana er dagskrá þeirra hér að neðan:

Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 12:30 og fram til klukkan 23:59.

Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00:01 og fram til klukkan 23:59.

Þriðjudagur 11. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 12:30 og fram til klukkan 23:59.

Miðvikudagur 12. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00:01 og fram til klukkan 23:59.

Fimmtudagur 13. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00:01 og fram til klukkan 23:59.

Mánudagur 17. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00:01 og ótímabundið eftir það.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert