Tvö hús í nýjum miðbæ eru nú fokheld

Selfoss. Horft úr suðri að húsunum í miðbænum. Húsið til …
Selfoss. Horft úr suðri að húsunum í miðbænum. Húsið til vinstri er byggt með Hótel Gullfoss á Akureyri sem fyrirmynd og til hægri Sigtún á Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi

Fyrstu drættir eru nú komnir í nýjan miðbæ sem verið er að byggja á Selfossi. Reist hafa verið tvö hús af þrettán í fyrsta áfanga verkefnisins og eru þau andspænis Ölfusárbrú þegar ekið er inn í bæinn.

„Verkefnið er komið á góðan skrið og það er gaman að sjá hlutina gerast,“ segir Leó Árnason hjá Sigtúni – þróunarfélagi sem stendur að þessari uppbyggingu.

Annað húsið sem nú hefur verið reist er tvær hæðir með risi og um 90 fermetrar að grunnfleti. Fyrirmynd þess er Sigtún, verslunarhús Kaupfélags Árnesinga sem stóð á því sem næst sama stað en var rifið árið 1945. Í nýja Sigtúni verður veitingastaður og tvær íbúðir. Hin byggingin sem hefur verið reist og er nú fokheld er þriggja hæð hús með Hótel Gullfoss á Akureyri sem fyrirmynd. Húsið nyrðra stóð við Hafnarstræti á Akureyri en brann til grunna í eldsvoða árið 1945. Þessi nýbygging er um 120 fermetrar að grunnfleti; á jarðhæð verður bakarí og verslun en íbúðir á efri hæðum; tvær á hvorri. Bæði þessi hús verða við götu sem hefur fengið það skemmtilega heiti: Brúarstræti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert