Drengur sem hafnaði í sjónum laus af gjörgæslu

Bíln­um var náð upp úr höfn­inni skömmu eft­ir miðnætti.
Bíln­um var náð upp úr höfn­inni skömmu eft­ir miðnætti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Annar drengjanna sem lagðir voru inn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að þeir lentu í Hafnarfjarðarhöfn hefur verið fluttur á almenna deild. Þetta herma heimildir mbl.is en RÚV greindi fyrst frá því að drengurinn væri laus af gjörgæslu. 

Hinn drengurinn er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Sá þriðji var fluttur á almenna deild eftir slysið en mbl.is er ekki kunnugt um líðan hans. 

Piltarnir þrír voru í bíl sem fór fram af Óseyr­ar­bryggju í Hafnar­f­irði fyrir rétt rúmri viku. Bíllinn hafnaði í sjónum. Slysið varð með þeim hætti að bíll pilt­anna, lít­ill jepp­ling­ur, fór í sjó­inn við höfn­ina um klukk­an 21 föstudagskvöldið 17. janúar.

Einn piltanna, sá sem var ekki fluttur á gjörgæslu, komst út úr bílnum af sjálfsdáðum en köf­ur­um frá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu tókst að ná hinum tveimur pilt­un­um út úr bíln­um. Voru þeir allir flutt­ir á spít­ala hið snar­asta. 

Tveir piltanna eru fæddir árið 2002 og einn þeirra árið 2004.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert