Mesti samdráttur í 8 ár

Slæmt veðurfar í janúar skýrir líklega stóran hluta samdráttarins.
Slæmt veðurfar í janúar skýrir líklega stóran hluta samdráttarins. mbl.is/RAX

Umferðin á hringveginum í janúarmánuði dróst mjög mikið saman eða um tæp átta prósent og leita þarf átta ár aftur í tímann til að finna viðlíka samdrátt. Samdráttur er í umferðinni á öllum landssvæðum. Slæmt veðurfar í mánuðinum skýrir líklega stóran hluta samdráttarins.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 

Þar segir, að í nýliðnum janúar hafi mælst gríðarlegur samdráttur borið saman við sama mánuð á síðasta ári, fyrir 16 lykilteljara á hringvegi, en umferðin dróst saman um tæp 8%. 

„Leita þarf aftur til ársins 2012 til að finna meiri samdrátt en þá mældist tæplega 10% samdráttur. Það sem sker sig úr núna er að samdráttur mældist í öllum landssvæðum en árið 2012 jókst umferð á Austurlandi hins vegar,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

Þá segir, að ástæður samdráttar í umferð á hringvegi árið 2012 sé sjálfsagt flestum kunn en þá haif verið efnahagskreppa á Íslandi, en nú hins vegar megi gefa sér að afar slæm tíð í janúar eigi mesta sök á lítilli umferð.

Leita þarf aftur til ársins 2012 til að finna meiri …
Leita þarf aftur til ársins 2012 til að finna meiri samdrátt en þá mældist tæplega 10% samdráttur að sögn Vegagerðarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert