Á annað hundrað milljónir sparast

Hringbraut. Efni hefur verið mokað mánuðum saman upp úr grunni …
Hringbraut. Efni hefur verið mokað mánuðum saman upp úr grunni nýja meðferðarkjarnans Ljósmynd/Nýr Landspítali.

Á annað hundrað milljónir króna hafa sparast með því að flytja efni úr grunni nýja Landspítalans við Hringbraut í landfyllinguna í Sundahöfn í stað þess að flytja efnið upp í Bolaöldur eins og kom til greina.

Þetta kemur fram í svari Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Hringbrautarverkefnisins, við fyrirspurn Morgunblaðsins.

„Meginhagkvæmnin er þó miklu frekar lágmörkun umhverfisáhrifa með minni keyrslu og lægra kolefnisspori en ekkert síður að nýting efnisins í landfyllingu gefur hærra Breeam-skor en ella, en allar framkvæmdir á Hringbrautinni fara í gegnum Breeam-umhverfisvottun,“ segir Gunnar. Breeam-vottun er ætlað að greina og draga úr umhverfisáhrifum bygginga, allt frá hönnun og byggingu þeirra til rekstrar.

Eins og fram kom í frétt um hina nýju landfyllingu í Morgunblaðinu á fimmtudaginn munu um 25 þúsund vörubílshlöss úr grunni Nýja Landspítalans við Hringbraut fara í fyllinguna. Vörubílar hafa verið í stanslausum ferðum mánuðum saman með efni úr grunninum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert