Fjögur naut drápust í óveðrinu

Fjögur naut drápust í ofsaveðrinu.
Fjögur naut drápust í ofsaveðrinu. mbl.is/Óskar

Fjórir nautgripir af bænum Keldum á Rangárvöllum drápust síðustu nótt þegar ofsaveður gekk yfir landið. Nautgripirnir fóru í læk nærri bænum.

Frá þessu er greint á vef RÚV.

Þar er haft eftir bóndanum á bænum að um holdagripi hafi verið að ræða en þeir séu hafðir úti.

Alls hafi níu gripir farið í lækinn en fimm þeirra voru lifandi þegar þeir fundust síðdegis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert