Þrír fá 84,6 milljónir

Eng­inn var með all­ar aðal­töl­urn­ar og báðar stjörnu­töl­urn­ar rétt­ar í út­drætti Eurojackpot þessa vik­una. Þrír skiptu hins veg­ar með sér öðrum vinn­ingi og hlýt­ur hver þeirra rúm­lega 84,6 millj­ón­ir króna í sinn hlut.

Miðarnir voru keyptir í Króatíu, Þýskalandi og Finnlandi.

Sex skiptu með sér þriðja vinningi og skipta þeir með sér rétt tæpum fimmtán milljónum króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Ítalíu, Póllandi, Finnlandi og tveir í Þýskalandi.

Einn var með fjórar rétt­ar Jóker­töl­ur í réttri röð og fær hann 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á N1 Hringbraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert