Skökk verk, upphengi og varðveisla

Sigurður Trausti Traustason við tvö verk eftir Jóhannes S. Kjarval.
Sigurður Trausti Traustason við tvö verk eftir Jóhannes S. Kjarval.

Námskeiðið „Er verkið skakkt? Upphengi og varðveisla listaverka“ verður á Kjarvalsstöðum á sunnudag. „Námskeiðið snýr aðallega að almenningi og er öllum opið, ekki síst starfsmönnum safna, sem vilja ná sér í endurmenntun,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur.

Sambærilegt námskeið var haldið fyrir um tveimur árum. Sigurður Trausti segir að þá hafi vel til tekist og vegna mikils utanaðkomandi þrýstings hafi verið ákveðið að róa aftur á sömu mið. „Fólki þótti þetta skemmtilegt og gagnlegt og því ákváðum við að endurtaka leikinn.“

Fyrra námskeiðið var haldið í samhengi við uppsetningu á sýningu og er sami háttur hafður á nú. Tvær sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum 22. febrúar næstkomandi. Annars vegar er verið er að undirbúa yfirlitssýninguna „Lífsfleti“ á verkum Ásgerðar Búadóttur, frumkvöðuls í listvefnaði á Íslandi, og hins vegar sýningu á verkum Jóhannesar S. Kjarvals, „Að utan“, sem hann málaði á erlendri grundu 1911-1928, einkum í Lundúnum, Kaupmannahöfn, París og á Ítalíu.

Í fylgd sérfræðinga

Ásdís Þórhallsdóttir, sérfræðingur sýninga, gengur um með þátttakendum og kynnir fyrir þeim vinnu við uppsetningu þessara sýninga. Enn fremur fá þeir tækifæri til þess að skoða varðveislurými listaverka og fjársjóði sem leynast í geymslum.

Kristín Gísladóttir forvörður kennir og útskýrir bestu handverkin við listaverkin og bendir fólki á hvenær það eigi að leita til forvarða. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu 14. febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert