Ólafur Elíasson sýnir í Guggenheim

AFP

Á föstudaginn opnaði Guggenheim-listasafnið í Bilbao á Spáni sýningu á verkum listamannsins Ólafs Elíassonar undir yfirskriftinni In real life, Í lífsins raun, og verður sýningin opin til 21. júní. Hún er haldin í samstarfi við Tate-nýlistasafnið og verða sýningargripir eftir því sem greint er frá í sýningarskrá 30 verk Ólafs tímabilið 1990 til 2020.

Enn fremur segir að verkin 30 gefi „nýja sýn á hvernig við stýrum og skynjum umhverfi okkar sem endurspeglar hin mikilvægu málefni samtímans“. Leiðarstefið í listsköpun Ólafs sé umhyggja hans í garð náttúrunnar, innblásin af tíma hans á Íslandi, rannsóknir hans á sviði rúmfræði og það hvernig við skynjum og mótum umhverfið.

Meðal verka á sýningunni verða höggmyndir, ljósmyndir, málverk og innsetningar og á myndinni sést ein slík.

Ólafur Elíasson.
Ólafur Elíasson. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert