Stórhríð á Öxnadalsheiði

Það er stórhríð á Öxnadalsheiði. Mynd úr safni.
Það er stórhríð á Öxnadalsheiði. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Vegir eru víða greiðfærir um sunnanvert landið en þó er eitthvað um hálkubletti en vetrarfærð er í öðrum landshlutum og éljagangur víða um norðanvert landið. Ófært er á Þverárfjalli en snjóþekja og stórhríð er á Öxnadalsheiði og lítið ferðaveður þar.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Þá er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla, sem og á Flateyrarvegi og Súðavíkurhlíð.

Þæfingur og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði en annars eru hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum á Vestfjörðum.

Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Breiðafirði og Ströndum. Á þeim svæðum er hvassvirði eða stormur með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert