Tjón hleypur á hundruðum milljóna

Rúður brotnuðu í þessum jepplingi á Kjalarnesi.
Rúður brotnuðu í þessum jepplingi á Kjalarnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaður fólks og fyrirtækja vegna óveðursins sem gekk yfir landið fyrir helgi hleypur líklega á einhverjum hundruðum milljóna króna. Flest tjónin eru á suður- og suðvesturhluta landsins.

Tryggingafélögunum Sjóvá og TM hafa borist tæplega hundrað tilkynningar en í svörum þeirra kemur fram að þeim muni fjölga eitthvað næstu daga.

Tilkynningarnar eru vegna almenns tjóns á fasteignum en þök fuku og rúður brotnuðu í ofsaveðrinu. Auk þess er um að ræða tjón á ökutækjum. 

Náttúruhamfaratryggingum Íslands (NTÍ) hafa ekki borist nema þrjár tilkynningar vegna óveðursins. NTÍ bætir tjón á öllum fasteignum sem verða fyrir tjóni vegna vatnsflóða en ekki foktjón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert