Hefja rannsóknir á háls- og höfuðmeiðslum íþróttafólks

Þorsteinn Geirsson framkvæmdastjóri NeckCare Holding og dr. Hafrún Kristjánsdóttir forseti …
Þorsteinn Geirsson framkvæmdastjóri NeckCare Holding og dr. Hafrún Kristjánsdóttir forseti íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík skrifuðu undir samstarfssamninginn. Ljósmynd/Aðsend

Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík og NeckCare hafa skrifað undir samstarfssamning um rannsóknir á háls- og höfuðmeiðslum íþróttafólks. Einnig verður hægt að bjóða rauntímamælingar á íþróttamönnum við æfingar og í keppni. 

Niðurstöður slíkra mælinga gera kleift að leggja hlutlægt mat á áhrif þjálfunar á afreksíþróttafólk og almenning um leið hægt verður að bregðast við í rauntíma með réttu inngripi fagaðila og eða þjálfara. 

„Samningurinn við NeckCare gerir Íþróttafræðideild HR mögulegt að tryggja aðgengi að hlutlægum hreyfigögnum og mun án nokkurs vafa verða okkur ótæmandi auðlind og verðmætt verkfæri til að efla íþróttafræðirannsóknir á Íslandi,“ er haft eftir dr. Hafrúnu Kristjánsdóttur, forseta íþróttafræðideildar HR, í tilkynningu. 

NeckCare mun sjá HR og nemendum hans í íþróttafræði fyrir nákvæmum mælitækjum og gefa þeim kost á að læra á þá tækni. 

„Samningurinn færir okkur mikil sóknarfæri inn á svið almennrar heilsueflingar og afreksíþrótta. Sem dæmi má nefna þá er að hefjast rannsókn á háls- og höfuðáverkum í samstarfi við NeckCare og Læknadeild Háskóla Íslands og erum við mjög spennt að kynna niðurstöður þeirrar rannsóknar,“ segir Hafrún ennfremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert