Íslandshótel braut lög með birtingu veikindalista

Íslandshótel hf. braut lög með því að birta lista yfir …
Íslandshótel hf. braut lög með því að birta lista yfir fjarvistir starfsmanna sinna.

Íslandshótel hf. braut lög með upplýsingum um veikindafjarvistir starfsmanna sinna. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Listi yfir fjölda veikindafjarvista starfsmannanna var hengdur upp í eldhúsi á tilteknum tímabili. Starfsmennirnir kvörtuðu yfir því að persónuupplýsinga væru fyrir allra augum án þeirra samþykkis.

Íslandshótel hf. benti á að nauðsynlegt væri að halda skrá yfir veikinda- og orlofsdaga starfsmanna til að tryggja rétta framkvæmd ráðningar- og kjarasamninga. Fyrirtækið bendir á að listinn yfir fjarvistir starfsmanna vegna veikinda hafi ekki verið hengdur upp í sameiginlegu rými með vitund eða vilja fyrirtækisins, heldur hafi listinn verið tekinn ófrjálsri hendi af skrifstofu yfirmanns og hengdur upp í kjölfarið.

Í úrskurðinum er fyrirtækinu gert að setja sér verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Það skal jafnframt tryggja að verklagsreglurnar séu aðgengilegar öllum starfsmönnum.

Starfsmennirnir leituðu til síns stéttarfélags, Eflingar, sem fór með málið til Persónuverndar 27. febrúar árið 2019. Úrskurðurinn féll 20. desember 2019.

Hér er úrskurður Persónuverndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert