Fimm uppsagnir hjá Isavia

Skipulagsbreytingar Isavia voru með þeim hætti að um áramót var …
Skipulagsbreytingar Isavia voru með þeim hætti að um áramót var félaginu skipt í þrennt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Isavia yfir um mánaðartímabil og segir upplýsingafulltrúi fyrirtækisins það vera hluta af þeim skipulagsbreytingum sem kynntar voru í lok síðasta árs.

Samkvæmt heimildum Vísis voru flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, starfsmannastjóri Keflavíkurflugvallar og aðstoðarkona forstjóra meðal þeirra sem sagt var upp. Þá hafi tveimur framkvæmdastjórum Keflavíkurflugvallar verið sagt upp fyrir áramót.

Skipulagsbreytingar Isavia voru með þeim hætti að um áramót var félaginu skipt í þrennt: móðurfélag sem sér um rekstur Keflavíkurflugvallar og stoðdeildir og tvö dótturfélög, sem sjá annars vegar um innanlandsflugvelli og hins vegar um flugleiðsögukerfi á Norður-Atlantshafi.

Um 1.300 starfsmenn starfa hjá Isavia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert