Forsætisráðherra segir myndbandið skelfilegt

„Ég held við séum mörg mjög slegin,“ sagði Katrín.
„Ég held við séum mörg mjög slegin,“ sagði Katrín. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það forgangsmál að setja málefni barna á oddinn. Það sýni myndskeið af hópi ungmenna að ráðast gegn 14 ára dreng með ofbeldi, sem nú er í dreifingu á samfélagsmiðlum og fjallað var um í kvöldfréttum RÚV.

Katrín var gestur Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur í Kastljósi í kvöld, þar sem myndskeiðið bar á góma og Katrín sagði skelfilegt.

„Ég held við séum mörg mjög slegin,“ sagði Katrín í Kastljósi. Jafnframt sagði hún skýrslu UNICEF, WHO og The Lancet, sem gefin var út í gær, sýna skýrt að margt þyrfti að gera betur í málefnum barna í öllum samfélögum.

„Og þessi frétt sýnir að það skiptir svo sannarlega máli hvernig við búum að börnum og ungmennum og því megum við ekki gleyma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert