Kraftmiklar konur í KÍ

Stjórn Kvenfélagasambands Íslands. Frá vinstri: Björg Baldursdóttir, Þórný Jóhannsdóttir, Þuríður …
Stjórn Kvenfélagasambands Íslands. Frá vinstri: Björg Baldursdóttir, Þórný Jóhannsdóttir, Þuríður Guðmundsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Bryndís Ásta Birgisdóttir og Sólrún Guðjónsdóttir. Ljósmynd/Silla Páls

Félagsmál og sérstaklega kvenfélagsmál hafa lengi verið Guðrúnu Þórðardóttur, forseta Kvenfélagasambands Íslands, hugleikin. „Ég er félagsmálatröll og finn mér stöðugt eitthvað að gera á þeim vettvangi,“ segir hún.

Í tilefni 90 ára afmælis KÍ 1. febrúar síðastliðinn hófu kvenfélög um allt land sérstaka söfnun með sölu á þremur mismunandi armböndum og sérpökkuðu súkkulaði frá Omnon vegna tækjakaupa sem gagnast eiga konum við til dæmis meðgöngu og fæðingu eða í skoðunum vegna sjúkdóma. Um er að ræða tækni- og hugbúnað sem tengir monitora og ómtæki saman rafrænt svo sérfræðingar geti skoðað gögn þegar þess þarf. Það eykur öryggi í greiningum og dregur úr líkum á að konur þurfi að fara langar leiðir til rannsókna.

„Við vonum að landsmenn taki vel í þessa söfnun sem mun standa yfir í eitt ár og er viðbót við reglubundnar fjáraflanir kvenfélaganna, sem halda sínu striki,“ segir Guðrún. Hún bætir við að sérstök sala verði í Smáralind í dag og kvenfélagsmessa verði í Dómkirkjunni klukkan 11 á sunnudag.

Sjá samtal við Gurúnu Þórðardóttur í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert