Reykjavíkurborg birtir tilboð sitt

Samkvæmt fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar hækka grunnlaun um 110 þúsund krónur, eða …
Samkvæmt fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar hækka grunnlaun um 110 þúsund krónur, eða úr 311 þúsund krónum í 421 þúsund krónur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heildarlaun ófaglærðs starfsfólks í leikskólum Reykjavíkurborgar hækka í 460 þúsund krónur á mánuði með álagsgreiðslum samkvæmt tilboði því sem borgin hefur gert Eflingu í kjaraviðræðum.

Samkvæmt fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar hækka grunnlaun um 110 þúsund krónur, eða úr 311 þúsund krónum í 421 þúsund krónur, samkvæmt tilboðinu, sem Dagur B. Eggertsson ræddi um í Kastljósinu í gærkvöldi. 

Þá kveði tilboðið á um að heildarlaun ófaglærðs deildarstjóra í leikskólum hækki í 572 þúsund krónur með álagsgreiðslum, en grunnlaun hækki um 102 þúsund krónur úr 418 þúsund krónum í 520 þúsund krónur.

„Til viðbótar kemur m.a. stytting vinnuvikunnar. Launahækkanirnar koma fram á samningstíma samkvæmt tímalínu lífskjarasamningsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert