Íslenska fjölskyldan komin heim frá Wuhan

Flugvélin lenti í Reykjavík síðdegis í gær og er fjölskyldan …
Flugvélin lenti í Reykjavík síðdegis í gær og er fjölskyldan komin til síns heima. mbl.is/RAX

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og sendiskrifstofurnar í Peking og París, í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, unnu í samstilltu átaki að heimflutningi íslenskrar fjölskyldu frá Wuhan í Kína í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Þar segir að fjölskyldan hafi dvalið í Wuhan, þar sem kórónuveiran COVID-19 hóf útbreiðslu sína í lok árs 2019, og hafi óskað eftir því að komast heim til Íslands.

Miklar takmarkanir eru á samgöngum frá Wuhan en í gegnum almannavarnasamstarf Evrópu, sem Ísland á fulla aðild að, var hægt að koma fólkinu í sérstakt flug til Frakklands sem var skipulagt fyrir Evrópubúa á svæðinu,“ segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/02/19/islensk_fjolskylda_oskar_eftir_flutningi_heim/

33 Evrópuríki standa að samstarfi þessu, eða ESB-ríkin 27 og Noregur, Ísland, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Serbía og Tyrkland.

Flugvélin lenti í Reykjavík síðdegis í gær og er fjölskyldan komin til síns heima. Hefur hún gengis undir læknisskoðun og heldur sig heima næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert