„Þetta hefur verið miklu erfiðara en ég bjóst við“

Strákarnir láta ekki hælsæri og ökklameiðsli stöðva sig.
Strákarnir láta ekki hælsæri og ökklameiðsli stöðva sig. Ljósmynd/Aðsend

„Við erum náttúrulega þreyttir í fótunum og svo vorum við að glíma við ökklameiðsli en það er í lagi núna og við ætlum okkur að klára þetta,“segir Benjamín Heimisson í samtali við mbl.is. Hann og þrír vinir hans eru að ganga um 100 kílómetra leið til að safna fé fyrir föður Benjamíns sem greindist með krabbamein á fjórða stigi á dögunum.

Þeir Benjamín, Hákon Aðalsteinsson, Ásmundur Ólafsson og Aron Breki Daníelsson eru æskuvinir og eru allir í björgunarstarfi. Þeir eru því vanir því að takast á við erfið verkefni og voru nokkuð vel undirbúnir.

Gangan hófst klukkan átta í gærmorgun frá Mosfellsbæ og var stefnan sett á Borgarnes. Þegar blaðamaður náði tali af piltunum voru þeir um 22 kílómetra frá Borgarnesi og því að búa sig undir lokasprettinn.

„Þetta hefur verið miklu erfiðara en ég bjóst við, en við getum þetta alveg,“ segir Benjamín ákveðinn. Strákarnir tóku sér stuttan umhugsunarfrest þegar þeir voru spurðir að því hvenær göngunni lyki en komust að þeirri niðurstöðu að þeir yrðu að ganga síðust metranna rétt eftir miðnætti.

Fjórmenningunum hafði tekist að safna 410 þúsund krónum þegar blaðamaður náði tali af þeim sem er langt yfir upphaflega markmiðið sem var 250 þúsund krónur. Enn er hægt að styðja strákanna með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:

Kt: 230401-2090

Rnr: 0545-14-002774

Hægt verður að fylgj­ast með á sam­fé­lags­miðlum. Á in­sta­gram­inu: @Adrena­line_ice­land og þeir benda fólki á myllu­merkið #Hjálp­umstað til að fylgj­ast með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert