Engin ástæða til að vera sérstaklega bjartsýnn

Síðastliðinn fimmtudag samþykktu um 90% félagsmanna verkfall sjúkraliða sem starfa …
Síðastliðinn fimmtudag samþykktu um 90% félagsmanna verkfall sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og Akureyrarbæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég get ekki sagt að það hafi náðst árangur en við erum alla vega að tala saman og ætlum að halda því áfram,“ segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ), í samtali við mbl.is. „Maður er hóflega bjartsýnn en það er engin ástæða til að vera eitthvað sérstaklega bjartsýnn samt.“

Samninganefnd SLFÍ fundaði með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara fyrir hádegi, en síðastliðinn fimmtudag samþykktu um 90% félagsmanna verkfall sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og Akureyrarbæ.

Sandra segir allt kapp lagt á að lausn verði komin í málið fyrir 9. mars, en þá stendur til að hefja verkfallsaðgerðir. Næsti formlegi samningafundur verður á miðvikudag en á morgun verður vinnufundur. „Við reynum bara að moðast áfram í þessu, það er bara þannig. Þetta er það alvarlegt að við verðum bara að ná samkomulagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert