Síðasta lagið sem Raggi hljóðritaði

Raggi sagði lagið henta sínum söngstíl vel.
Raggi sagði lagið henta sínum söngstíl vel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lagið Allar mínar götur eftir Halla Reynis er það síðasta sem Raggi Bjarna hljóðritaði, en lagið kom út 1. desember síðastliðinn. Fjölskylda Halla fékk Ragga til að syngja lagið til að heiðra minningu hans, en hann lést í september á síðasta ári.

Á minningarsíðu Halla Reynis kemur fram að Ragga hafi fundist það ljúft og skylt að minnast fallins félaga og heiðra minningu hans með því að syngja lag hans og texta. Við upptökurnar kom fram að Ragga þætti lagið fallegt og textinn frábær. Það hentaði söngstíl hans vel.

Raggi Bjarna lést sjálfur í gærkvöldi, 85 ára að aldri, en hann átti að baki rúmlega 70 ára feril á sviði, og söng nánast fram á síðasta dag.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert