Sylvía varð fyrsti „miðannardúx“ FG

Sylvía Sara Ólafsdóttir varð fyrsti miðannardúx FG, með 9,4 í …
Sylvía Sara Ólafsdóttir varð fyrsti miðannardúx FG, með 9,4 í meðaleinkunn. Ljósmynd/Gunnar H. Ársælsson

Svokölluð „miðannarútskrift“ fór fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG) í dag. Þar var síðastliðið haust tekið upp nýtt þriggja anna námskerfi og var þetta önnur brautskráningin úr því kerfi og sú fyrsta sem fram fer að lokinni miðönn.

Brautskráningarhópurinn taldi 28 nemendur, sem er einn minnsti hópur sem útskrifast hefur í sögu FG.  Dúx hópsins var Sylvía Sara Ólafsdóttir, en hún brautskráðist frá FG af náttúrufræðibraut með með meðaleinkunnina 9,4.

Útskriftarhópur FG í dag.
Útskriftarhópur FG í dag. Ljósmynd/Gunnar H. Ársælsson

Haukur Guðnason af listnámsbraut skólans flutti ávarp nýstúdents, sem vakti gríðarlega lukku, samkvæmt tilkynningu frá skólanum, en einnig voru flutt atriði úr nýju leikriti, Reimt, eftir Karl Ágúst Úlfsson, sem frumsýnt verður 6. mars næstkomandi, en það er leikfélag FG, Verðandi, sem sýnir.

Haukur Guðnason flutti mjög fyndna og eftirtektarverða ræðu nýstúdents og …
Haukur Guðnason flutti mjög fyndna og eftirtektarverða ræðu nýstúdents og vakti mikla kátínu gesta. Ljósmynd/Gunnar H. Ársælsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert