Útlendingastofnun frestar brottvísun Manís

Maní ásamt móður sinni, Shokufa, á mótmælum sem haldin voru …
Maní ásamt móður sinni, Shokufa, á mótmælum sem haldin voru vegna fyrirhugaðrar brottvísunar hans. mbl.is/Íris

Maní Shahidi, sautján ára gömlum transdreng frá Íran, verður ekki vísað úr landi að svo stöddu en Útlendingastofnun hefur samþykkt af fresta brottvísun hans. Claudie Ashonie Wilson, lögmaður Manís, staðfesti þetta í samtali við RÚV fyrr í kvöld.

Hún segir að brottvísun sé nú frestað þar til niðurstaða fáist í endurupptöku á máli þeirra. Claudie hefur óskað eftir frekari gögnum frá Útlendingastofnun vegna málsins en hún fær gögnin væntanlega í hendurnar í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert