Meðalhófs ekki gætt

Förgun. Gamlir bílar í porti Vöku
Förgun. Gamlir bílar í porti Vöku mbl.is/Árni Sæberg

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi á fimmtudag í síðustu viku úr gildi þrjár ákvarðanir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja frá því í ágúst og september 2018 um að fjarlægja númerslausar bifreiðar af einkalóðum við Strandgötu, Hlíðargötu og Uppsalaveg í Sandgerði.

Í öllum málunum þremur höfðu starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins límt miða á bifreiðarnar þar sem fram kom að fjarlægja bæri þær hið fyrsta og var gefinn til þess einnar viku frestur. Í engu tilviki brugðust eigendur við og voru bifreiðarnar því fjarlægðar og komið fyrir í geymsluporti Vöku í Reykjavík.

Í fyrsta málinu sem kært var hafnaði úrskurðarnefndin upphaflega ógildingarkröfunni. Sneri kærandi sér þá til umboðsmanns Alþingis og komst hann að þeirri niðurstöðu í janúar á þessu ári að úrskurður nefndarinnar væri ekki í samræmi við lög. Heilbrigðiseftirlitið hefði ekki sýnt fram á að leitað hefði verið leiða til að upplýsa málið með fullnægjandi hætti áður en bifreiðin var fjarlægð af bílastæði við hús kæranda. Þá hefði ekki verið nægjanlegt að tilkynna kæranda um málið með því að líma miða á rúðu bifreiðarinnar í ljósi þess hvar bifreiðin var staðsett. Meðalhófs hefði ekki verið gætt og kærandi ekki haft raunhæft tækifæri til að gæta hagsmuna sinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert