Tekst misvel að útfæra forgangsröðun barna

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skólum hafi gengið misvel að …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skólum hafi gengið misvel að útfæra takmarkanir á skólahaldi en að allir geri sitt besta til að veita börnum framlínustarfsfólks forgang. mbl.is/Kristinn Magnússon

Almannavarnir vita ekki til þess að heilbrigðisstarfsfólk hafi ekki getað mætt til vinnu vegna takmarkaðs skólahalds og dagvistunar barna þeirra. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skólum hafi gengið misvel að útfæra takmarkanir á skólahaldi en að allir geri sitt besta til að veita börnum framlínustarfsfólks forgang.

„Það er mjög mismunandi hvernig skólarnir hafa útfært þetta svo það er mjög erfitt að tjá sig um þetta heildrænt. Sumir skólar hafa getað útfært þetta mjög vel en aðrir ekki,“ segir Þórólfur í samtali við mbl.is.

Þá segir hann einnig ákveðnum vandkvæðum bundið að skilgreina hverjir eru nauðsynlegir framlínuhópar. Eftirspurn eftir forgangsþjónustu hafi verið mikil og skólar þurfi gjarnan svigrúm til að aðlaga sig breyttum aðstæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert