Smitin orðin 963 í heildina

Staðfest kórónuveirusmit eru nú orðin 963 talsins hér á landi …
Staðfest kórónuveirusmit eru nú orðin 963 talsins hér á landi og fjölgaði þeim um 73 í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Greind kórónuveirusmit hér á landi eru nú 963 talsins og fjölgaði þeim um 73 í gær. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem birtar voru á vefnum covid.is nú klukkan 13 í dag.

864 eru í einangrun og 9.908 í sóttkví. Þá hafa 3.991 lokið sóttkví og 14.635 sýni verið tekin í heildina.

Samkvæmt tölunum sem birtast í dag og sýna tölur frá í gær voru 66 greindir smitaðir af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og þrír hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá voru tölur aftur í tímann einnig uppfærðar sem útskýrir að fjöldi smita sem skráð eru í gær sé ekki 73.

Sýkla- og veirufræðideildin tók í gær 504 sýni en Íslensk erfðagreinign 518 sýni.

Alls eru 4.782 í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu, en þar hafa greinst 739 smit.

Á Suðurlandi hafa næstflest smit greinst, eða 102 talsins og eru þar 1.105 í sóttkví. Á Suðurnesjum eru 472 í sóttkví og smitin 44.

Í flokknum óstaðsett eru  19 smit og 2.012 í sóttkví.

Hlutfall þeirra sem hafa greinst og voru í sóttkví er 52%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert