Brýnt að varðveita heimildir

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands skimaður fyrir kórónnuveirunni.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands skimaður fyrir kórónnuveirunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki við skráningu sögunnar þegar henni vindur fram. Blaða- og fréttamenn vinna fyrsta uppkast sögunnar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali við Morgunblaðið um kórónuveirufaraldurinn sem sagnfræðilegt viðfangsefni.

Hann segir brýnt að halda til haga upplýsingum, heimildum og frásögnum um þá atburði sem nú eru að gerast fyrir þá sem á eftir koma. Það sé hins vegar vandaverk að skrifa samtímasögu enda litist þá dómar manna af tilfinningum fólks sem standi of nærri viðburðunum til að hafa yfirsýn yfir þá.

Guðni skrifaði bók um hrunið haustið 2008 og kom hún út í júni árið eftir og var m.a. byggð á nýjum tegundum heimilda, svo sem skrifum á samfélagsmiðla og bloggfærslum auk áður óþekktra gagna úr stjórnsýslunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert