Eldsneytisverð ekki fylgt heimsmarkaði og gengi

Fyllt á bílinn á Olísstöð. Umferð hefur dregist mikið saman …
Fyllt á bílinn á Olísstöð. Umferð hefur dregist mikið saman og þess sér líka stað í minni eldsneytiskaupum. mbl.is/Sigurður Bogi

Olíufélögin hafa hækkað álagningu sína verulega að undanförnu, enda hefur eldsneytisverð ekki fylgt heimsmarkaði og gengisþróun að öllu leyti. Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Algengt verð á bensíni á þjónustustöðvum olíufélaganna á höfuðborgarsvæðinu var í gærmorgun 218,90 kr. svo sem í Borgartúni í Reykjavík en 211,90 kr. til dæmis í Kópavogi og Hafnarfirði. Hjá Costco kostaði bensínlítrinn 180,90 kr.

„Meðalálagning olíufélaganna á hvern seldan bensínlítra í febrúar var ríflega 46 kr. en um 60 kr. í mars,“ segir Runólfur í umfjöllun um bensínverðið í Morgunblaðinu í dag. „Heimsmarkaðsverð hefur farið lækkandi, meðal annars vegna aukinnar framleiðslu í Sádi-Arabíu og minni eftirspurnar sem má rekja til kórónufaraldursins. Þegar olíuverð á heimsvísu fer lækkandi er ef til vill auðveldara hér innanlands að fela hærri álagningu, sem klárlega er veruleikinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert