Ferðir Air Iceland Connect nú aðeins 10-15% af áætlun

Flugvélar Air Iceland Connect á Reykjavíkurvelli. Blásarar með barka dæla …
Flugvélar Air Iceland Connect á Reykjavíkurvelli. Blásarar með barka dæla heitu lofti inn í vélarnar sem eru varðar fyrir skemmdum með þessu móti. mbl.is/Árni Sæberg

Vegna kórónuveirunnar er ferðatíðni Air Iceland Connect í dag nú aðeins 10-15% af því sem uppsett áætlun fyrirtækisins gerði ráð fyrir. Farþegar eru sömuleiðis mun færri en áður.

Á vegum félagsins eru nú flognar tvær ferðir á dag til Akureyrar þrjá til fjóra daga vikunnar, þá í kringum helgar. Annars er ein ferð á dag milli Reykjavíkur og Akureyrar og eins Egilsstaða. Til Ísafjarðar er flogið aðeins þrisvar í viku. Flug til Grænlands sem hefur verið stór þáttur í starfsemi félagsins liggur niðri, utan leiguferðir með frakt.

„Samkomubannið hefur gert að verkum að ýmis mannamót; ráðstefnur, tónleikar, íþróttamót og fleira slíkt hefur dottið út og fólk er því minna á ferðinni. Fækkunin er mjög mikil,“ sagði Árni Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ekki hafi verið annar valkostur í stöðunni en að fækka ferðum, enda þurfi í flugrekstri jafnan að bregðast fljótt við síbreytilegum aðstæðum. – Ekki hefur komið til uppsagna starfsfólks en starfshlutföll hafa verið lækkuð – í mótleik við ráðstafanir ríkisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert