Stöðva forval brúarsmíði yfir Fossvog

Fossvogsbrú. Innkaupaferli hefur verið stöðvað um stundarsakir.
Fossvogsbrú. Innkaupaferli hefur verið stöðvað um stundarsakir.

Kærunefnd útboðsmála hefur stöðvað forval fyrir hönnunarsamkeppni vegna brúarsmíði yfir Fossvog vegna ágalla á framkvæmd þess.

Um er að ræða tvo aðskilda úrskurði sem beinast að því hvernig Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafa haldið á málum. Annars vegar kæru Ferils ehf. sem krafðist að hönnunarsamkeppni verði stöðvuð og mat á hæfi hönnunarteymis Ferils verði endurtekin.

Hins vegar er um að ræða kæru Úti og inni sf., Verkfræðistofu Suðurnesja ehf., Aas-Jakobsen, Landmótunar sf. og Liska ehf. Þessi fyrirtæki krefjast þess að samningsgerð við sex hópa umsækjenda sem valdir voru í forvalinu verði stöðvuð og að felld verði úr gildi ákvörðun um val á þeim.

Í úrskurði nefndarinnar segir að þær forsendur sem skyldu ráða vali þátttakenda hafi verið verulega matskenndar og stigagjöf byggði jafnframt að nokkru leyti á huglægu mati kaupenda á umsóknum þátttakenda. „Gögn málsins bera með sér að til stiga hafi verið metnir þættir sem kki var upplýst um eða mátti greina af forvalsgögnum,“ segir í úrskurðinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert