Fjöldi skipulagsmála og framkvæmda samþykktur í borgarráði

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vekur athygli á því á facebooksíðu sinni að borgarráð hafi í dag rutt frá sér fjölda samþykkta um skipulag og framkvæmdir á fundi sínum. Þar að auki reglum um aukinn sveigjanleika í innheimtu og gjöldum, útfærslu á frestun fasteignagjalda og skatta o.s.frv. „Allt — eða alla vega mestallt — í góðri sátt. Sum sé nákvæmlega eins og á að gera,“ skrifar Dagur.

Meðal annars verður haldið áfram með malbikunarátak í sumar, líkt og undanfarin ár. Forgangsröðunin byggist á viðhaldshugbúnaði sem metur slit og aldur gatna, ásamt því að horfa til ábendinga borgarbúa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert