Refir í tilhugalífi á Hornströndum

Björg í bú. Lágfóta með góðan feng úr fjörunni í …
Björg í bú. Lágfóta með góðan feng úr fjörunni í Hornvík í marsmánuði. Ljósmynd/Esther Rut Unnsteinsdóttir

Einhverjir refir voru í tilhugalífi er farið var í vettvangsferð í friðlandið á Hornströndum 15.-25. mars. Ef allt gengur að óskum má eiga von á að nokkur pör verði með got í vor, ólíkt því sem gerðist sumarið 2019 þegar yrðlingar voru aðeins á um 25% óðala í Hornbjargi, segir á vef Náttúrufræðistofnunar.

Vetrarlegt var um að litast, rokhvasst og kalt fyrstu tvo sólarhringana og heilmikið brim. Við það fylltist fjaran af nýdauðum steinbít af öllum stærðum, sem voru hinn vænsti fengur fyrir refi og fugla.

Refir eru harðgerð dýr og virtist lífið ganga með besta móti hjá þeim flestum. Snjókoma var flesta daga og því kafdjúpt fyrir lágfótur að vaða lausamjöllina. Þær létu það þó ekki trufla sig, gengu í fjörur og tíndu upp ferskan fiskinn, báru hann upp á sjávarkamb og grófu hér og hvar í snjónum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert