Skólum lokað og samkomubann hert

Ljósmynd/Steinunn Ása Sigurðardóttir

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum í samráði við sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að bregðast enn frekar við COVID-19 á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík með hertum aðgerðum í ljósi nýrra smitrakninga á norðanverðum Vestfjörðum.

  • Leik- og grunnskólum á Suðueyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík verði lokað frá og með morg­un­deg­in­um 6. apríl 2020. Þó skulu börn á for­gangslist­um fá vist­un á leik­skól­um og 1. og 2. bekkj­um grunn­skóla. (Páskafrí hófst í grunnskólum landsins um helgina.)
    • Sam­komu­bann verði miðað við fimm manns (þetta á þó ekki við um fjöl­skyld­ur sem búa á sama heim­ili).
    • Fjöldi viðskipta­vina í stærri versl­un­um (>150 fer­metr­ar) sé að há­marki 30 á hverj­um tíma.


Hvatt er til þess að fólk haldi sig heima, haldi sam­skipta­fjar­lægð, tak­marki ferðir og fylgi leiðbein­ing­um yf­ir­valda.

Þeim vinnu­stöðum eða hóp­um sem telja sig þurfa und­anþágu er bent á að sækja um slíkt hjá heil­brigðisráðuneyt­inu.

Fimm ný smit komu upp á síðasta sólarhring og tengjast þau öll norðanverðum Vestfjörðum. Smitrakning stendur yfir og beðið er niðurstöðu nokkurs fjölda sýna sem tekin hafa verið.

Ákvörðun aðgerðastjórnar frá 1. apríl sl. um hertar aðgerðir í Bolungarvík og Ísafirði eru enn í gildi. Rauði kross Íslands veitir fólki í sóttkví og einangrun aðstoð í síma 1717. Þessi ráðstöfun er tímabundin, ætluð til að hefta COVID-19-smit.

Fólk sem finnur til einkenna á að halda sig heima og hafa samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða í síma 450-4500 eða á heilsuvera.is. Tekin eru sýni alla virka daga á Ísafirði kl. 10-11, en fyrst þarf að fá samband við lækni. Spurningum um sjúkdóminn sjálfan er mörgum svarað á covid.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert