Allir vetrarmánuðurnir illviðrasamir

Vonskuveður var um allt land í gær. Vart sást út …
Vonskuveður var um allt land í gær. Vart sást út úr augum á Akureyri þar sem myndin var tekin. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Nýliðinn mars reyndist vera fjórði illviðramánuðurinn í röð hér á landi. Veðurstofan telur mánuðina desember til og með mars til vetrarmánaða og því má segja að illviðri hafi einkennt alla fjóra vetrarmánuðina að þessu sinni.

Almanakssumarið hefst aftur á móti fimmtudaginn 23. apríl nk. Og veðurstofuvorið hefur byrjað með hvelli eins og landsmenn fengu að kynnast um helgina.

„Veturinn 2019 til 2020 var illviðrasamur. Meðalvindhraði var meiri en vant er og loftþrýstingur lægri. Illviðri voru mjög tíð og miklar samgöngutruflanir voru vegna óveðurs og mikil fannfergis. Veturinn var mjög snjóþungur norðan- og austanlands og á Vestfjörðum,“ segir í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar.

Þar kemur enn fremur fram að mars var fremur kaldur og tíð óhagstæð. Vindhraði var vel yfir meðallagi, illviðri tíð og töluverðar truflanir urðu á samgöngum. Mjög snjóþungt var um landið norðan- og austanvert og á Vestfjörðum, að því er fram kemur í umfjöllun um veðráttuna í mars í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert