Bókamessan í Gautaborg á sínum stað

AFP

Bókamessan í Gautaborg í Svíþjóð verður haldin dagana 24.-27. september og líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á þessari stærstu og fjölsóttustu bókamessu á Norðurlöndunum.

Hvatt til lestrar

Höfundarnir Andri Snær Magnason, Kristín Eiríksdóttir og Bergur Ebbi koma fram í mörgum og mismunandi viðburðum á aðaldagskrá hátíðarinnar. Þemu ársins eru stafræn menning (digital culture) og lestrarhvatning (LÄS! LÄS! LÄS!) og heiðursgesturinn í ár er Suður-Afríka.

Miðstöð íslenskra bókmennta skipuleggur þátttöku íslensku höfundanna í samstarfi við stjórnendur bókamessunnar. Jafnframt er miðstöðin með bás á messunni þar sem bækur íslenskra höfunda verða kynntar og til sölu, þar af margar í sænskum þýðingum. Íslandsstofa er samstarfsaðili um básinn og Félag íslenskra bókaútgefenda annast bóksöluna þar, að því er segir á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert