Engin ný smit í fimm daga

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjö manns eru enn í einangrun á Austurlandi, smitaðir af kórónuveirunni. Engin ný smit hafa komið upp í fjórðungnum undanfarna fimm sólarhringa.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi.

Segir í henni að í sóttkví séu 54 og þeim hafi fækkað um 22 frá því í gær. Um fimmtán hundruð einstaklingar hafi síðastliðna daga verið skimaðir fyrir veirunni í fjórðungnum. Sýni séu farin til greiningar og vonast sé til að hægt verði að kynna fyrstu niðurstöður á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert