Guðlaug í framboð til formennsku Samtaka iðnaðarins

Guðlaug er viðskiptafræðingur að mennt, með B.Sc. gráðu frá New …
Guðlaug er viðskiptafræðingur að mennt, með B.Sc. gráðu frá New York University og MBA frá sama háskóla með sérhæfingu í tölfræðilegri fjármálafræði, alþjóðlegri fjármálafræði og hagfræði. Ljósmynd/Aðsend

Guðlaug Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Stekks fjárfestingafélags og stjórnarformaður Límtrés-Vírnets, Securitas og Júpíters rekstrarfélags, hefur ákveðið að sækjast eftir formennsku í Samtökum iðnaðarins.

Ný stjórn samtakanna verður kjörin með rafrænum hætti í aðdraganda aðalfundar, sem haldinn verður í lok apríl.

Guðlaug býr að mikilli rekstrar- og stjórnunarreynslu. Hún hefur stýrt fjárfestingarfélaginu Stekk frá árinu 2010 með góðum árangri, en áður starfaði hún hjá Deutsche Bank og USB-fjárfestingarbanka í New York. Samanlögð reynsla af stjórnarsetu spannar 28 ár, þar af hefur hún gegnt stjórnarformennsku í 16 ár. Undir hennar formennsku hafa félög í eigu Stekks aukið umsvif sín og veltu, skilað betri afkomu, greitt niður skuldir og ráðist í nýsköpun og þróun. Bæði Límtré-Vírnet og Securitas eru í Samtökum iðnaðarins.

Guðlaug er viðskiptafræðingur að mennt, með B.Sc.-gráðu frá New York University og MBA frá sama háskóla með sérhæfingu í tölfræðilegri fjármálafræði, alþjóðlegri fjármálafræði og hagfræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert