Hvetja Bandaríkjamenn á Íslandi til að fara heim

Ferðamenn á landinu eru orðnir talsvert færri en áður.
Ferðamenn á landinu eru orðnir talsvert færri en áður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bandaríska sendiráðið hvetur alla bandaríska ríkisborgara sem eru ekki tilbúnir að dvelja á Íslandi til ófyrirsjáanlegrar framtíðar til að snúa aftur til síns heima. Þetta kom fram í færslu á facebooksíðu sendiráðsins rétt í þessu.

„Ekki bíða. Eftir 15. apríl mun Icelandair endurmeta flugáætlun sína og mun flugfélagið mögulega bara fara í fraktflug. Bandaríska ríkisstjórnin býst ekki við að skipuleggja flug til að sækja ríkisborgara sína til Íslands eins og staðan er núna,“ segir í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert